Rannsókn á efnahagsbrotum efld

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Kristinn

Ríkisstjórnin tók í morgun ákvörðun um að leggja embætti sérstaks saksóknara til eitt hundrað milljónir króna aukalega vegna kostnaðar við vinnu erlendra sérfræðinga sem ráðnir hafa verið til að aðstoða embættið.

Um tuttugu milljónir af þessum hundrað er fjárframlag sem áður hafði verið samþykkt, en ríkisstjórnin ákvað að styrkja rannsóknina síðan um áttatíu milljónir til viðbótar.

„Það er óhætt að segja það að þarna sé mjög áþreifanleg staðfesting þess hversu mikla áherslu stjórnvöld leggja á það að málin séu rannsökuð hlutlægt og með bestu mögulegu aðferðum til samræmis við þá ráðgjöf sem Eva Joly hefur lagt til," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.

Embætti sérstaks saksóknara nýtur nú fulltingis þriggja erlendra sérfræðinga við rannsókn á meintum brotum sem tengjast hruni íslensku bankanna. Um er að ræða Evu Joly, sem er sérstakur ráðgjafi embættisins, auk tveggja annarra sérfræðinga. Annar þeirra er einn af samstarfsmönnum Joly frá París, löggiltur endurskoðandi sem aðstoðaði Joly við rannsókn á Elf-málinu svokallaða í Frakklandi. Hinn er Norðmaður sem er sjálfstætt starfandi lögmaður en var áður sérfræðingur við rannsókn efnahagsbrota hjá Økokrim í Osló. Þessum sérfræðingum fylgja aðstoðarmenn sem verða þeim innan handar hér á landi.

Eva Joly. Fyrrverandi samstarfsmaður hennar frá Frakklandi aðstoðar nú embætti …
Eva Joly. Fyrrverandi samstarfsmaður hennar frá Frakklandi aðstoðar nú embætti sérstaks saksóknara. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert