Sjórinn hreinlega kraumaði

Lundinn sat spakur í Hamrinum með makrílinn óð uppi í …
Lundinn sat spakur í Hamrinum með makrílinn óð uppi í harða landi. mbl.is/Sigurgeir

„Sjórinn var svartur og það er óhætt að segja að sjórinn hafi hreinlega kraumað,“ segir Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari í Vestmannaeyjum.

Fjöldi fólks varð vitni að stórkostlegu sjónarspili í gærkvöld þegar makríltorfur óðu með öllum Ofanleitishamrinum og alveg inn í Smáeyjarsund.

Nokkrir tugir manna stóðu á Hamrinum og fylgdust með í kvöldkyrrðinni.

„Hann hlýtur að hafa verið þarna í síli eða öðru æti. Ég hef lent í að fara gegnum síldartorfur á þessum slóðum en ekki makríltorfur“ segir Sigurgeir Jónason.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert