Vilja að allt verði greitt

Icesave logo landsbankans
Icesave logo landsbankans mbl.is

Hollenskir innistæðueigendur hafa sent íslenskum þingmönnum tölvubréf þar sem þeir eru hvattir til að hafna Icesave-samningnum í núverandi mynd. Telja þeir ómögulegt fyrir þjóðina að standa við skuldbindingar hans og að hún ætti að einblína á að komast upp úr efnahagslægðinni eins og aðrar þjóðir.

Í bréfinu segir að samningurinn færi aðeins pólitískan skammtímaávinning, til langs tíma hagnist enginn. Réttast sé að fallast á að greiða allar Icesave-skuldirnar á lægri vöxtum á lengri tíma. Það yrði Íslendingum hagstæðara en að greiða aðeins hluta innistæðnanna með núverandi skilmálum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert