„Hrein og klár viðskipti“

Húsnæði Máls og menningar að Laugavegi 18
Húsnæði Máls og menningar að Laugavegi 18 mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bóka­búð Máls og menn­ing­ar vík­ur um mánaðamót­in úr hús­næðinu á Lauga­vegi 18, fyr­ir Máli og menn­ingu. Bóka­búð Máls og menn­ing­ar er í eigu Penn­ans á Íslandi, sem nú er kom­inn und­ir hatt Nýja Kaupþings.

Elsa María Ólafs­dótt­ir versl­un­ar­stjóri seg­ir að fyr­ir­tækið hefði kosið að vera áfram á Lauga­veg­in­um. „Kaupang­ur vildi hækka húsa­leig­una það mikið, að við átt­um eng­an kost ann­an en að flytja. Við reynd­um lengi að kom­ast að samn­ing­um við hús­eig­and­ann, Kaupang, en urðum loks að taka af skarið og festa okk­ur annað hús­næði.“ Bóka­búð Máls og menn­ing­ar flyt­ur í hús SPRON á Skóla­vörðustíg, í eigu Landic Properties.

Það er Bók­mennta­fé­lagið Mál og menn­ing sem hyggst hefja rekst­ur bóka­versl­un­ar á sín­um gamla stað.

Árni Ein­ars­son, stjórn­ar­formaður Bók­mennta­fé­lags­ins, seg­ir aðspurður ekk­ert vera at­huga­vert við leigu fé­lags­ins á hús­næðinu við Lauga­veg 18. „Það var boðið til leigu, við send­um inn til­boð, og það var hærra. Þetta voru hrein og klár viðskipti.“ 

Bókabúð Máls og menningar flytur í húsnæði SPRON á Skólavörðustíg
Bóka­búð Máls og menn­ing­ar flyt­ur í hús­næði SPRON á Skóla­vörðustíg mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Bókabúð Máls og menningar flytur í húsnæði SPRON á Skólavörðustíg
Bóka­búð Máls og menn­ing­ar flyt­ur í hús­næði SPRON á Skóla­vörðustíg mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert