Íhuga að nýta forkaupsrétt í Þeistareykjum

Frá Þeistareykjum
Frá Þeistareykjum

Bergur Elías Ágústsson, stjórnarformaður orkufyrirtækisins Þeistareykja ehf. og sveitarstjóri Norðurþings, segir það koma vel til greina að Orkuveita Húsavíkur nýti sér forkaupsrétt á hlut Norðurorku í Þeistareykjum. Norðurorka hefur lýst vilja til að selja þriðjungshlut sinn í félaginu en jafnstóra hluti eiga Orkuveita Húsavíkur og Landsvirkjun.

Forstjóri Geysis Green, Ásgeir Margeirsson, útilokar heldur ekki að félagið sýni hlut Norðurorku áhuga en það mál sé þó ekki framarlega í forgangsröðinni. Nánar er fjallað um málið í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka