Mikil snjókoma var í Hrafntinnuskeri

Þorbergur Ingi Jónsson setti nýtt met í Laugavegshlaupinu í dag.
Þorbergur Ingi Jónsson setti nýtt met í Laugavegshlaupinu í dag. Anna Lilja Sigurðardóttir

Þor­berg­ur Ingi Jóns­son kom fyrst­ur í mark í Húsa­dal í Lauga­veg­ar­hlaup­inu um kl. 13.20. Hann hljóp á fjór­um klukku­stund­um og tutt­ugu mín­út­um sem er nýtt met. Eldra met karla var 4.39. Þor­berg­ur var í fyrsta rás­hópn­um, að sögn Önnu Lilju Sig­urðardótt­ur upp­lýs­inga­full­trúa.

Þor­berg­ur kom í mark á tím­an­um 4 klukku­stund­ir og 20 mín­út­ur sem er nýtt Lauga­vegs­met. Gamla metið átti Banda­ríkjamaður­inn Char­les Hubb­ard 4 klukku­stund­ir og 39 mín­út­ur, að því er fram kem­ur á vefn­um mar­at­hon.is.

Hlaupið var ræst í Land­manna­laug­um í morg­un kl. 9.00. Als lögðu 321 hlaup­ari af stað, þar af 59 er­lend­ir þátt­tak­end­ur. Veðrið var mjög gott í Land­manna­laug­um, sól öðru hvoru og hæg­ur vind­ur. Á leiðinni hafa hlaup­ar­ar hins­veg­ar ekki verið eins heppn­ir með veður og meðal ann­ars lent í snjó­komu. Í Þórs­mörk er rign­ing og hæg­læt­is veður.

Fyrstu hlaup­ar­ar í mark

1. Þor­berg­ur Ingi Jóns­son, ÍSL, 4:20:32 (1982)
2. Guðmund­ur Sig­urðsson, ÍSL, 4:54:15 (1960)
3. Tu­om­as Veli Tapio Maisala, FIN, 5:03:43 (1976) 
4. Gauti Hösk­ulds­son, ÍSL, 5:04:40 (1961)

Anna hafði eft­ir Þor­bergi Inga að tals­vert mikið hafi snjóað á hlaup­ar­ana í Hrafntinnu­skeri. Snjó­kom­an mun lík­lega tefja mest fyr­ir þeim sem hæg­ast fara yfir.

Þor­berg­ur  Ingi mun vera milli­vega­lengda­hlaup­ari og og hafa aðallega hlaupið 800 og 1.500 metra hlaup. Anna taldi það mikið af­rek hjá Þor­bergi Inga  að bæta fyrra met um 19 mín­út­ur, ekki síst í ljósi erfiðra aðstæðna á leiðinni. Mik­ill snjór sé á leiðinni og víða bleyta þar sem snjó­bráð hafi verið að und­an­förnu.

Til keppni voru skráðir 342 hlaup­ar­ar frá 15 lönd­um, 81 kona og 260 karl­ar, sem er þátt­töku­met.  Alls luku 215 hlaup­ar­ar Lauga­vegs­hlaup­inu á síðasta ár sem var líka met. Það er því mik­ill áhugi á hlaup­inu um þess­ar mund­ir.

Hlaupið hófst í Land­mann­laug­um og lýk­ur í Húsa­dal í Þórs­mörk. Eins og marg­ir vita er Lauga­veg­ur­inn er ein fjöl­farn­asta og vin­sæl­asta göngu­leiðin um ís­lensk ör­æfi. Venj­an er að ganga leiðina á fjór­um dög­um en met hlaup­tími á þess­ari 55 km leið í Lauga­vegs­hlaupi er 4 klukku­stund­ir og 39 mín­út­ur í karla­flokki og 5 klukku­stund­ir og 31 mín­úta í kvenna­flokki.

Tíma­mörk eru í hlaup­inu og þurfa hlaup­ar­ar að vera komn­ir í Álfta­vatn (22 km) á inn­an við 4 klst og í Emstr­ur (34 km) á inn­an við 6 klst. Það er því aðeins fyr­ir vel æfðra hlaup­ara að taka þátt í þess­ari miklu þolraun.

Vef­ur Lauga­vegs­hlaups­ins

Bestu tím­ar í Lauga­vegs­hlaup­inu frá upp­hafi

Lagt var af stað úr Landmannalaugum kl. 9 í morgun.
Lagt var af stað úr Land­manna­laug­um kl. 9 í morg­un. mbl.is/​Bjarki Þórs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert