Daily Mail: Getur skaðað stöðu Íslands

Hópur fólks mótmælir Icesave-samkomulaginu á Austurvelli
Hópur fólks mótmælir Icesave-samkomulaginu á Austurvelli mbl.is/Kristinn

Ótti um að Ísland standi ekki við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart bresk­um skatt­greiðend­um sem áttu fé inni á reikn­ing­um ís­lensku bank­anna fer vax­andi, að því er breska dag­blaðið Daily Mail seg­ir á vef sín­um. Þar seg­ir að Alþingi muni í vik­unni greiða at­kvæði um Ices­a­ve-samn­ing­inn.

Daily Mail fjall­ar um inni­hald sam­komu­lags­ins sem ís­lensk stjórn­völd samþykktu í viðræðum sín­um við Breta og Hol­lend­inga. Kem­ur fram að gagn­rýn­end­ur sam­komu­lags­ins segi að sú ákvörðun bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar að frysta eign­ir ís­lensku bank­anna í Bretlandi skýri að hluta hrun ís­lensku bank­anna í októ­ber.

Haft er eft­ir tals­manna Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, að rík­is­stjórn­in telji að sam­komu­lagið verði samþykkt og ef það verði ekki þá séu þeir komn­ir aft­ur á byrj­un­ar­reit. Talsmaður­inn staðfesti við blaðið að and­stæðinga við sam­komu­lagið væri að finna í öll­um flokk­um á Alþingi. 

Daily Mail seg­ir að ef sam­komu­lagið við Breta og Hol­lend­inga verði ekki samþykkt þá geti það skaðað stöðu Íslands gagn­vart alþjóða sam­fé­lag­inu. Bæði lánið frá Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðnum og inn­ganga Íslands í Evr­ópu­sam­bandið séu í hættu verði ekki gengið frá Ices­a­ve-sam­komu­lag­inu.

Grein Daily Mail í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert