Einstakir kaldsjávarkóralar

Litskrúðuga kórala er víða að finna á hafsbotninum við Ísland.
Litskrúðuga kórala er víða að finna á hafsbotninum við Ísland. hafro.is

Einstakar neðansjávarmyndir af áður óþekktum kaldsjávarkóralsvæðum hér við land náðust í rannsóknarleiðangri hafrannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar nýverið. Leiðangrinum var m.a.  ætlað að kortleggja útbreiðslu kóralsvæða og skoða ástand þeirra.

Í frétt á vef Hafrannsóknastofnunarinnar kemur fram að rannsóknin hafi farið fram á Skeiðarárdjúpi, Lónsdjúpi og í landgrunnskantinum við Lónsdjúp og Papagrunn 11.-26 júní.

Notaður var fjarstýrður neðansjávarkafbátur útbúinn ljósmyndavél og myndbandsupptökuvél sem er stjórnað beint frá rannsóknaskipinu gegnum ljósleiðarakapal og þannig er hægt að fylgjast beint með því sem fyrir augu ber fyrir framan kafbátinn í rauntíma.

Lifandi kórall fannst á ofangreindum svæðum. Þeir voru ýmist litlir og dreifðir eða mynduðu stóra kóralhóla. Einnig fundust samfelldar breiður eða kóralrif eftir neðansjávarhryggjum og við landgrunnsbrúnina í Lónsdjúpi. Kóralrifið í landgrunnskantinum við Lónsdjúp er líklega það stærsta sem fundist hefur hér við land.

Frétt Hafrannsóknastofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert