Fluttur á sjúkrahús

Toyota Yaris bifreiðin hafnaði út í skurði
Toyota Yaris bifreiðin hafnaði út í skurði mbl.is/Júlíus

Ökumaður grárr­ar Toyota Yar­is bif­reiðar, sem tókst að stöðva er hann ók á ofsa­hraða nú í kvöld á Hval­fjarðar­vegi, var flutt­ur á sjúkra­hús en lög­reglu­bif­reið tókst að þvinga hann útaf veg­in­um við af­leggj­ar­ann að Svína­dal. Hafnaði bif­reiðin út í skurði en á hjól­un­um. Að sögn lög­reglu er um sömu bif­reiða að ræða og var stolið á bens­ín­stöð Skelj­ungs í Árbæn­um í dag.

Lög­regla fékk ábend­ingu um ofsa­akst­ur manns­ins um sjöleytið í kvöld er hann ók bif­reiðinni um göngu­stíg í Elliðaár­daln­um. Þaðan lá leið hans upp í Breiðholt og ók hann meðal ann­ars á ofsa­hraða um göngu­stíga í Hóla­hverfi. Þaðan fór hann gegn­um Stekkj­ar­hverfið yfir á Reykja­nes­braut­ina, upp Ártúns­brekk­una og upp á Vest­ur­lands­veg. Þaðan fór hann inn Hval­fjörðinn og eins og áður sagði tókst að stöðva för hans þegar hann nálgaðist Vest­ur­lands­veg að nýju. Hafði lög­regla komið fyr­ir tveim­ur stór­um jepp­um til þess að koma í veg fyr­ir að hann kæm­ist inn á Vest­ur­lands­veg að nýju en þar er mik­il um­ferð.

Að sögn lög­reglu ók hann aldrei und­ir 120 km hraða og yf­ir­leitt á um 160 km hraða og skapaði því stór­hættu í um­ferðinni, bæði fyr­ir gang­andi sem og ak­andi. Reynt var að stöðva hann í nokk­ur skipti í hring­torg­um en sinnti hann engu stöðvun­ar­merkj­um lög­reglu.

Sex lög­reglu­bif­reiðar tóku þátt í eft­ir­för­inni frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu auk nokk­urra mótor­hjóla. Tvær lög­reglu­bif­reiðar óku á móti ök­uníðingn­um frá lög­regl­unni á Akra­nesi og ein sjúkra­bif­reið frá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins elti einnig för ök­uníðings­ins. Þykir mesta mildi að ekki fór verr en þung um­ferð er til höfuðborg­ar­inn­ar.

Bifreiðin hafnaði ofan í skurði
Bif­reiðin hafnaði ofan í skurði mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert