Skálholtshátíð er haldin um helgina. Í dag eru á dagskrá m.a. hátíðartónleikar og hátíðarguðsþjónusta. Að lokinni guðsþjónustunni verður hátíðarsamkoma í Skálholtsdómkirkju þar sem flutt verður erindi í tilefni af 100 ára sögu endurreisnar Skálholtsstaðar. Einnig verður tónlist flutt.
Gengin var pílagrímaganga frá Þingvöllum í Skálholt. Gangan hófst kl. 10.00 á Þingvöllum í gær og var gengið að Laugavatni. Í morgun átti að halda göngunni áfram frá Neðra-Apavatni til hátíðarguðsþjónustunnar sem hefst kl. 14.00 í Skálholti.