Nýr Íslandsbanki innan skamms

Árni Tómasson
Árni Tómasson Heiðar Kristjánsson

Ríkisútvarpið hefur eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að nýr banki, Íslandsbanki, taki til starfa á næstunni. Það verði þegar búið er að ganga frá formsatriðum sem kunni að taka 2-3 vikur.  

Fulltrúar fjármálaráðuneytisins, sem er eigandi nýju bankanna, og skilanefndir gömlu bankanna hafa rætt við fulltrúa kröfuhafa um hvernig þrotabúum gömlu bankanna verður skipt. Samningar hafa náðst í þeim efnum.

Samningar hafa náðst við kröfuhafa. Meðal kröfuhafanna eru margir þekktustu bankar og fjármálastofnanir heimsins. Á morgun verður greint frá innihaldi samninganna.  

Íslandsbanki
Íslandsbanki
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert