Þrír í undirbúningi

Mikill áhugi er á því að kaupa beint frá bændum …
Mikill áhugi er á því að kaupa beint frá bændum á Íslandi mbl.is/Árni Sæberg

Allt stefnir í að a.m.k. þrír nýir bændamarkaðir verði starfræktir í höfuðborginni með haustinu. Þannig opnar Frú Lauga í næsta mánuði í Laugalæk þar sem m.a. verður boðið upp á ís, skyr, harðfisk, hákarl og sólþurrkaðan þorsk.

Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila, hyggst starfrækja haust- og jólamarkað í höfuðborginni í október og nóvember nk. þar sem aðaláherslan verður á sölu ýmissa kjötafurða, svo sem lambakjöts, nautakjöts eða grísakjöts og bæði fersks og reykts kjöts. Formaður félagsins, Hlédís Sveinsdóttir, segir ljóst að gefi viðtökur við markaðnum tilefni til verði skoðaður kostur þess að vera með fleiri slíka markaði í borginni. Auk þess vinnur Sigurveig Káradóttir að því að koma upp bændamarkaði með haustinu þar sem allar gerðir af mat verða seldar sem og hannyrðir. Hún leitar nú að hentugu húsnæði miðsvæðis í borginni, en er þegar búin að koma sér upp samböndum við bændur sem áhuga hafa á að selja framleiðslu sína í höfuðborginni.

Mun fleiri hafa áhuga

Fyrir eru starfandi Kolaportið, sem er blanda af flóa- og matarmarkaði og starfar allt árið, og bændamarkaðurinn að Mosskógum í Mosfellsdal, sem er fyrst og fremst grænmetismarkaður og aðeins opinn frá júlí og fram í september ár hvert.

Samkvæmt upplýsingum blaðamanns hafa fjölmargir aðilar sýnt því áhuga að koma upp bændamörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hafa fulltrúar nokkurra sveitarfélaga sett sig í samband við Beint frá býli og óskað eftir því að félagið komi upp bændamörkuðum í yfirgefnu iðnaðarhúsnæði í viðkomandi sveitarfélögunum. Ekkert hefur hins vegar orðið úr því enn sem komið er. Einnig hafa einkaaðilar sett sig í samband bæði við Bændasamtök Íslands og hagsmunasamtök bænda á landsbyggðinni með það að markmiði að komast í samband við bændur sem áhuga hafa á að selja framleiðslu sína í höfuðborginni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert