Vinningsrúllan valin í Kjós

Þessi heyrúlla þótti flottast skreytt.
Þessi heyrúlla þótti flottast skreytt. www.kjos.is

Benedikt Andrason var útnefndur Íslandsmeistari í heyrúlluskreytingum á sveitarhátíðinni „Kátt í Kjós“ í gær. Í umsögn dómnefndar sagði: „Rúllan mjög vel nýtt. Litirnir fallegir og sterkir. Flott og töff „graff“.“ Alls tóku 150 þátt í heyrúlluskreytingakeppninni.

Það var fyrirtækið Poulsen sem var bakhjarl heyrúllukeppninnar við Félagsgarð í Kjós. Hægt verður að skoða rúllurnar næstu daga við félagsheimilið. Dómnefnd keppninnar skipuðu þau Þorlákur Morthens-Tolli, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir og Óskar Páll Sveinsson.

Vinningsrúllurnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka