Ástandið bjart á Akranesi

Mikill iðnaður er í kringum hvalveiðar á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness.
Mikill iðnaður er í kringum hvalveiðar á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness. mbl.is/ÞÖK

Þrátt fyrir erfiðleika í atvinnulífinu virðist ástandið á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness nokkuð bjart miðað við á mörgum öðrum landssvæðum. Þetta kemur fram á vef Verkalýðsfélags Akraness.

Nægir að nefna gríðarlega mikla vinnu í tengslum við hvalveiðar. Um 40 manns á Akranesi og um 80 manns í Hvalstöðinni í Hvalfirði hafa unnið linnulaust á vöktum allan sólarhringinn frá því í byrjun júní. Reiknað er með að vertíðin standi eitthvað fram í ágúst til september.

Þá opnaði nýlega veitingahús á Akranesi og er gert ráð fyrir að nokkur störf muni skapast í kjölfarið.

Stálsmiðjan Héðinn tilkynnti jafnframt nýverið að framkvæmdir séu hafnar við byggingu þjónustuverkstæðis Héðins á Grundartanga. Áætlað er að það verði tilbúið með haustinu.

Um miðjan júlí var tekin fyrsta skóflustungan að fóðurverksmiðju Líflands á Grundartanga. Áætlað er að verksmiðjan rísi á sex mánuðum og starfsemin hefjist næsta haust. Á annan tug iðnaðarmanna verður að störfum á framkvæmdatímanum og hjá Líflandi starfar vel á sjötta tug starfsmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka