Enn fundað um Icesave

Málið verður tekið fyrir enn á ný á morgun.
Málið verður tekið fyrir enn á ný á morgun. Ómar Óskarsson

Fjár­laga­nefnd fundaði um Ices­a­ve-samn­ing­inn í morg­un. Stjórn­ar­andstaðan lagði fram í morg­un skrif­lega ósk um að ákveðin gögn og upp­lýs­ing­ar yrðu færð fyr­ir nefnd­ina og að nefnd­in fengi gesti í heim­sókn. Guðbjart­ur Hann­es­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar, hafði óskað eft­ir þess­ari beiðni frá stjórn­ar­and­stöðunni á fimmtu­dag. 

Málið verður aft­ur til um­fjöll­un­ar hjá nefnd­inni á morg­un. Ragn­ar Hall og hrl. og Ei­rík­ur Tóm­as­son, laga­pró­fess­or, lýstu því yfir í Morg­un­blaðinu í dag að með Ices­a­ve-samn­ingn­um myndu Íslend­ing­ar lög­festa mun víðtæk­ari ábyrgð  en nokk­urn tím­ann bar að greiða. Guðbjart­ur seg­ir þetta vera meg­in-um­fjöll­un­ar­efni nefnd­ar­inn­ar þessa dag­ana.

„Við höfðum verið með lög­fræðinga hjá okk­ur í nefnd­inni sem voru á al­gjör­lega önd­verðum meiði. Núna stefn­um við að því leiða þessi and­stæðu sjón­ar­mið sam­an fyr­ir nefnd­inni og reyna að kom­ast að niður­stöðu,“ seg­ir Guðbjart­ur Hann­es­son. Ragn­ar og Ei­rík­ur hafa þegar komið fyr­ir nefnd­ina og seg­ir Guðbjart­ur að um leið og grein­in birt­ist hafi þeir verið kallaðir á fund aft­ur.

Hann seg­ir nefnd­in hafi jafn­framt verið að rýna í gögn frá Seðlabank­an­um og fjár­málaráðuneyt­inu um greiðsluþol og efna­hags­lega af­komu.

Guðbjart­ur seg­ir ekki enn víst hvenær málið verði af­greitt úr nefnd. „Við vilj­um ná sem allra mestri sátt um þetta mál. Við höf­um ennþá þann ásetn­ing að klára það eins fljótt og hægt er án þess að það bitni á málsmeðferðinni. “

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert