Hættir við olíuleit á Drekasvæðinu

Drekasvæðið.
Drekasvæðið.

Norska olíu­leit­ar­fé­lagið Aker Explorati­on hef­ur dregið til baka um­sókn sína um sér­leyfi til rann­sókna og vinnslu kol­vetna sam­kvæmt 1. útboði á Dreka­svæðinu. Í bréfi til Orku­stofn­un­ar seg­ir að ástæða þessa sé breytt stefnu­mörk­un hjá fyr­ir­tæk­inu. Aker Explorati­on er með starf­semi víða, m.a. á norska land-grunn­inu.

Tvær um­sókn­ir bár­ust í útboði sér­leyfa á Dreka­svæðinu. Útboðið hófst í janú­ar sl. og rann frest­ur til að sækja um sér­leyfi út 15. maí síðastliðinn. Ann­ars veg­ar barst um­sókn frá norska olíu­leit­ar­fé­lag­inu Aker Explorati­on og hins veg­ar frá norska olíu­leitar­fyr­ir­tæk­inu Sa­gex Petrole­um, sem lagði hana fram í sam­vinnu við Lind­ir Explorati­on sem er ís­lenskt fé­lag.

Um­sókn­irn­ar ná til fjög­urra reita á Dreka­svæðinu. Tveir reit­anna eru inn­an svæðis sem fell­ur und­ir sam­komu­lag við Nor­eg um land­grunnið á svæðinu milli Íslands og Nor­egs.

Í bréfi sem Aker Explorati­on AS sendi Orku­stofn­un í dag, seg­ir að vegna breyttr­ar stefnu­mörk­un­ar hjá fyr­ir­tæk­inu hafi Aker Explorati­on AS ákveðið að draga til baka um­sókn sína um sér­leyfi til rann­sókna og vinnslu kol­vetna sam­kvæmt 1. útboði á Dreka­svæðinu.

Um­sókn Sa­gex Petrole­um og Lind­ir Explorati­on er enn í vinnslu.
Auk þess veitti Orku­stofn­un þann 5. júní sl. banda­ríska fyr­ir­tæk­inu ION GX Technology leyfi til leit­ar að kol­vetni á norðan­verðu Dreka­svæðinu.

Vefsíða Aker Explorati­on

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert