Lífeyrissjóðir hlaupa undir bagga með Landsvirkjun

Landsvirkjun mun vera með skuldabréfaútboð á næstunni til þess að endurfjármagna skuldir. Búið er að kynna þessa hugmynd fyrir flestum stærstu lífeyrissjóðum landsins. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri  Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að tíu til fimmtán stærstu lífeyrissjóðir landsins hyggist hlaupa undir bagga með Landsvirkjun. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir að rætt hafi verið um að lána Landsvirkjun fjármagn til endurfjármögnunar. Ekki sé verið að lána til einstakra verkefna. „Þetta yrði aðallega gert til að styrkja lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar og ég held að þetta hljóti að verða ljóst um mánaðamótin hvernig kaup og kjör verða,“ segir Hrafn í Fréttablaðinu. Hann telur þó líklegt að lánin verði á ákjósanlegum vöxtum og hagstæð fyrir lífeyrissjóðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert