Óvissa um samstarfið

„Það var stefna flokksins að sækja um aðild að Evrópusambandinu …
„Það var stefna flokksins að sækja um aðild að Evrópusambandinu og leggja þá samninginn í þjóðaratkvæði.“

„Ég vona bara að öll mál verði leyst með frið og spekt og að Borgarahreyfingin bíði ekki tjón af þessu öllu saman,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar. Hann segir að þingflokkurinn hafi ekki fundað síðan atkvæðagreiðsla var haldin á fimmtudag á Alþingi um hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu.

Þráinn greiddi atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar en þrír félagar hans í Borgarahreyfingunni greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir að áður gert samkomulag við ríkisstjórnarflokkana um að styðja tillöguna. 

Aðspurður hvort framtíð samstarfsins væri í hættu sagði Þráinn: „Veistu, ég spái aldrei fram í tímann. Það verður einfaldlega að koma í ljós. Stjórn Borgarahreyfingarinnar ætlar að gefa þremenningunum frest út vikuna til að sanna einhvern veginn að þessi afstöðubreyting þeirra hafi verið óumflýjanleg. Sjálfur hef ég ekkert íhugað þetta af ráði.“

Þráinn segir borðleggjandi að hann hafi framfylgt stefnu flokksins í málinu og hinir ekki. „Það var stefna flokksins að sækja um aðild að Evrópusambandinu og leggja þá samninginn í þjóðaratkvæði. Það hefur ekkert að gera með að gera hvort ég vil sjálfur ganga í Evrópusambandið - ég hef ekki gert upp hug minn í því máli enn sem komið er enda var ekki verið að kjósa um það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert