Ragnheiður gerir grein fyrir atkvæði sínu

Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Ragnheiður Ríharðsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu um aðildarviðræður við ESB á bloggsíðu sinni. Þar segir hún skiptar skoðanir í Sjálfstæðisflokknum um aðildarviðræður við ESB. Skoðun hennar hafi hins vegar alltaf verið ljós og ekki átt að koma neinum á óvart.

Þingflokkurinn hafi stutt tvær breytingartillögur um atkvæðagreiðslur en þær hafi verið felldar. Þegar hafi komið að tillögu um breytta þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við ESB hafi hún greitt atkvæði og gert grein fyrir því.

Þá segir Ragnheiður:

„Ýmsir hafa ekki geta unað því að einhugur var ekki í þingflokknum og látið í ljós skoðanir sínar, hver á sinn hátt. En þeir eru enn fleiri sem hafa sagt að í þessari atkvæðagreiðslu hafi endurspeglast styrkur Sjálfstæðisflokksins, þar sé rúm fyrir fólk með sjálfstæðar skoðanir.

Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking fólks sem hefur grunngildin sjálfstæðisstefnunnar að leiðarljósi en innan okkar raða rúmast ólíkar skoðanir á ýmsum málum. Það er og verður styrkur okkar sjálfstæðismanna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert