Tæplega 70% verðmunur á árskorti

Í sól og sumri í sundlauginni á Akureyri.
Í sól og sumri í sundlauginni á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Árskort í sund er dýrast á Akureyri en ódýrast í Kópavogi og Borgarnesi, samkvæmt könnun Neytendasamtakanna.

Verð var skoðað á sex sundstöðum víðs vegar um landið. Árskortið er ódýrast í sundlaug Kópavogs og í sundlauginni í Borgarnesi þar sem það kostar 17.500 kr. Dýrast er árskortið í sundlaug Akureyrar eða 29.500 kr.

Ef skoðuð er könnun Neytendasamtakanna frá því í júlí í fyrra kemur í ljós að aðeins í einu tilfelli hefur verð hækkað og það er á Akureyri. Í fyrra var verðmunur á milli hæsta og lægsta verðs 56% en hefur nú aukist í 69%.

Neytendasamtökin setja þann fyrirvara að upplýsingar um verð eru fengnar í gegnum síma eða á heimasíðu fyrirtækja. Þá eru smákannanir ekki alltaf tæmandi, heldur gefa þær hugmyndir um markaðinn.

Bent er á vefsíðuna sundlaugar.is þar sem nálgast má upplýsingar um sundlaugar landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert