Vél United lent

Vélin lent í Keflavík
Vélin lent í Keflavík Ljósmynd Árni Árnason

Boeing 767 farþegaþota United Air­lines með um 200 manns inn­an­borðs lenti á Kefla­vík­ur­flug­velli fyr­ir stundu. Flug­stjóri vél­ar­inn­ar til­kynnti um reyk í stjórn­klefa og óskaði eft­ir lend­ing­ar­leyfi í Kefla­vík. Mik­ill viðbúnaður var á vell­in­um en vél­in lenti heilu og höldnu fyr­ir fáum mín­út­um.

Verið er að flytja farþeg­ana frá borði inn í Leifs­stöð. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort vél­in held­ur áfram för sinni en hún var á leið frá Evr­ópu til Am­er­íku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka