Er ríkisstjórnin að gera samskonar mistök og útrásarvíkingarnir?

Jón Daníelsson prófessor við London School of Economics.
Jón Daníelsson prófessor við London School of Economics. mbl.is/Kristinn

Fjölmargir hafa bent á mikla galla á samningnum, sem óvefengjanlega munu kosta Íslendinga háar upphæðir. Áður en Alþingi samþykkir samninginn þarf það að krefjast þess að samninganefndin svari þessari málefnalegu gagnrýni. Þetta mál varðar ýtrustu þjóðarhagsmuni og það má ekki draga niður í pólitískar skotgrafir, segir Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics.

Fyrir hrun var árangur útrásarvíkinganna oft útskýrður þannig að skjótar ákvarðanir, án tafsamrar umhugsunar, lægju að baki. Nú á að keyra Icesave í gegnum þingið á sama hátt. Hraðinn skiptir öllu máli, en engin þörf virðist vera á að kanna málið til þrautar, segir Jón m.a. í greininni.

„Þau vinnubrögð eru óverjandi því Icesave-samkomulagið er eitt mikilvægasta mál sem Alþingi hefur fjallað um. Þingið hefur ekki fengið nema örfáar vikur til að fjalla um samkomulagið, því hefur ekki gefist tækifæri til að gera sjálfstæða greiningu á samningnum og verulegur vafi leikur á því að framkvæmdavaldið hafi upplýst löggjafann nógsamlega um forsendur hans, tilurð og mögulegar afleiðingar.

Fjölmargir hafa bent á mikla galla á samningnum, sem óvefengjanlega munu kosta Íslendinga háar upphæðir. Áður en Alþingi samþykkir samninginn þarf það að krefjast þess að samninganefndin svari þessari málefnalegu gagnrýni. Þetta mál varðar ýtrustu þjóðarhagsmuni og það má ekki draga niður í pólitískar skotgrafir.

Jón segir alla útreikninga sem hann hafi séð á afleiðingum Icesave-samningsins séu gallaðir. „Nokkurs konar Excel-hagfræði er notuð þar sem forsendur eru settar fram í Excel-skjölum og greiðslugeta áætluð.“ Hann segir í Excel-hagfræðinni oft miðað við hagkerfið eins og það var árið 2007.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert