Er ríkisstjórnin að gera samskonar mistök og útrásarvíkingarnir?

Jón Daníelsson prófessor við London School of Economics.
Jón Daníelsson prófessor við London School of Economics. mbl.is/Kristinn

Fjöl­marg­ir hafa bent á mikla galla á samn­ingn­um, sem óve­fengj­an­lega munu kosta Íslend­inga háar upp­hæðir. Áður en Alþingi samþykk­ir samn­ing­inn þarf það að krefjast þess að samn­inga­nefnd­in svari þess­ari mál­efna­legu gagn­rýni. Þetta mál varðar ýtr­ustu þjóðar­hags­muni og það má ekki draga niður í póli­tísk­ar skot­graf­ir, seg­ir Jón Daní­els­son, pró­fess­or við London School of Economics.

Fyr­ir hrun var ár­ang­ur út­rás­ar­vík­ing­anna oft út­skýrður þannig að skjót­ar ákv­arðanir, án taf­samr­ar um­hugs­un­ar, lægju að baki. Nú á að keyra Ices­a­ve í gegn­um þingið á sama hátt. Hraðinn skipt­ir öllu máli, en eng­in þörf virðist vera á að kanna málið til þraut­ar, seg­ir Jón m.a. í grein­inni.

„Þau vinnu­brögð eru óverj­andi því Ices­a­ve-sam­komu­lagið er eitt mik­il­væg­asta mál sem Alþingi hef­ur fjallað um. Þingið hef­ur ekki fengið nema ör­fá­ar vik­ur til að fjalla um sam­komu­lagið, því hef­ur ekki gef­ist tæki­færi til að gera sjálf­stæða grein­ingu á samn­ingn­um og veru­leg­ur vafi leik­ur á því að fram­kvæmda­valdið hafi upp­lýst lög­gjaf­ann nóg­sam­lega um for­send­ur hans, til­urð og mögu­leg­ar af­leiðing­ar.

Fjöl­marg­ir hafa bent á mikla galla á samn­ingn­um, sem óve­fengj­an­lega munu kosta Íslend­inga háar upp­hæðir. Áður en Alþingi samþykk­ir samn­ing­inn þarf það að krefjast þess að samn­inga­nefnd­in svari þess­ari mál­efna­legu gagn­rýni. Þetta mál varðar ýtr­ustu þjóðar­hags­muni og það má ekki draga niður í póli­tísk­ar skot­graf­ir.

Jón seg­ir alla út­reikn­inga sem hann hafi séð á af­leiðing­um Ices­a­ve-samn­ings­ins séu gallaðir. „Nokk­urs kon­ar Excel-hag­fræði er notuð þar sem for­send­ur eru sett­ar fram í Excel-skjöl­um og greiðslu­geta áætluð.“ Hann seg­ir í Excel-hag­fræðinni oft miðað við hag­kerfið eins og það var árið 2007.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert