Í faðm erlendra bankarisa

Meðal stærstu lánveitenda Kaupþings er þýski bankinn Deutsche Bank.
Meðal stærstu lánveitenda Kaupþings er þýski bankinn Deutsche Bank. mbl.is/Golli

Meðal þeirra sem koma til með að eignast hlut í Kaupþingi og Íslandsbanka eru stærstu erlendu lánveitendur gamla Kaupþings og Glitnis. Í tilviki Kaupþings er um að ræða þýska bankann Deutsche Bank. Hjá Glitni er japanski bankinn Sumitomo Mitsui einn stærsti kröfuhafinn meðal lánveitenda, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, og verður hann hluthafi í Íslandsbanka. Aðrir sem eignast hlut í bankanum eru breski bankinn Royal bank of Scotland og þýsku bankarnir HSH Nordbank og DekaBank.

Skuldabréfaeigendur stærstir

Skuldabréfaeigendur eru samt stærstu kröfuhafar bankanna. Skuldabréf föllnu bankanna hafa verið að seljast á miklum afföllum á markaði. Vita skilanefndirnar ekki hverjir eigendur þeirra eru því frestur til að lýsa kröfum í þrotabú gömlu bankanna rennur ekki út fyrr en í haust, 31. október hjá Kaupþingi og 26. nóvember hjá Glitni. Bandarískir fagfjárfestar, þ.ám. vogunarsjóðir, hafa verið að kaupa slík bréf samkvæmt upplýsingum frá miðlurum.

Tilkynnt var í gær að ríkissjóður myndi leggja bönkunum þremur til hlutafé sem nemur 270 milljörðum króna. Í tilviki Kaupþings og Íslandsbanka munu síðan skilanefndirnar kaupa það til baka.

Ef samkomulagið gengur eftir verður Íslandsbanki alfarið í eigu kröfuhafanna og í tilviki Kaupþings gæti þetta hlutfall orðið 87%. Skilanefndirnar munu stýra bönkunum í umboði kröfuhafanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert