Mismunandi eftir tryggingafélögum

Bíllinn sem endaði úti í skurði við í Hvalfirði í …
Bíllinn sem endaði úti í skurði við í Hvalfirði í fyrrakvöld. mbl.is/Júlíus

Traust á samborgara sína getur reynst dýrkeypt. Á þeim örfáu mínútum sem það tók eiganda Toyota Yaris-bifreiðar að greiða fyrir eldsneyti á bensínstöð tapaði hann bíl sínum í hendur karlmanns á þrítugsaldri. Eigandinn lét vera að hafa með sér bíllyklana inn á stöðina og þjófnaðurinn því auðsóttur.

Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær var eftirleikurinn æsilegur. Eigandinn kom auga á bíl sinn í Breiðholti og fylgdi eftir um stutta stund. Bílþjófurinn gerði sér grein fyrir eftirförinni og jók þá hraðann til muna. Eigandinn hringdi þá á lögreglu og upphófst eltingarleikur að hætti kvikmyndanna.

Áhættuakstri þjófsins lauk ofan í skurði við Svínadalsafleggjara, eftir ákeyrslu lögreglunnar.

Flóttabíllinn stolni ónýtur

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins má telja með ólíkindum að ekki hafi verr farið. Maðurinn ók enda á um 140-160 km hraða, og það í Hvalfirðinum.

Þrátt fyrir það og að lögreglubíla þurfti til að stöðva manninn, var tjón embættis lögreglu höfuðborgarsvæðisins minniháttar og eru allir þeir bílar sem notaðir voru við eftirförina ökufærir.

Öðru máli skiptir um flóttabílinn stolna. Hann er að sögn eiganda ónýtur.

Bifreiðin er kaskótryggð en þrátt fyrir það er alls óvíst að eigandinn fái tjón sitt bætt. Forsvarsmenn þeirra tryggingafélaga sem leitað var til gátu ekki tjáð sig um einstök tilvik en staðfestu það sem fram kemur í skilmálum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert