Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra mbl.is/Kristinn

Ögmund­ur Jónas­son, heil­brigðisráðherra, seg­ist hafa styrkst í þeirri af­stöðu að hann vill sjá þver­póli­tíska sam­stöðu á Alþingi: að Íslend­ing­ar sneru bök­um sam­an og hugsuðu um þjóðar­hag og aðeins þjóðar­hag þegar kem­ur að Ices­a­ve. Hann seg­ir að þó ís­lensk­ir fjár­mála­menn hafi farið illa að ráði sínu á þjóðin ekki að þurfa að vera a hján­um. Ekki megi láta stjórn­ast af óðag­oti.Þetta kem­ur fram á vef ráðherr­ans í kvöld.

„Stöðugt koma fram nýj­ar upp­lýs­ing­ar sem tengj­ast Ices­a­ve-skuld­bind­ing­un­um. Álita­mál­in hrann­ast upp. Líka hót­an­irn­ar. Ef við ekki göng­um í ein­um græn­um frá Ices­a­ve er okk­ur sagt að aðild­ar­um­sókn til Evr­ópu­sam­bands­ins sé í upp­námi!
Skyldi öllu fórn­andi fyr­ir það?

Ef við göng­um ekki í snar­hasti frá Ices­a­ve þá koma ekki lán í gjald­eyr­is­forðann!
Skyldi öllu fórn­andi fyr­ir það?

Nú síðast er okk­ur sagt að ef ekki verði þegar í stað veitt rík­is­ábyrgð á Ices­a­ve kröf­ur Breta og Hol­lend­inga þá sé sam­komu­lag um aðkomu kröfu­hafa að Kaupþingi í hættu stefnt!  Skyldi öllu fórn­andi fyr­ir það?

Í ræðu sem ég flutti um Ices­a­ve samn­ing­inn á Alþingi þegar hann fyrst kom fyr­ir þingið hvatti ég til þver­póli­tískr­ar sam­stöðu; að Íslend­ing­ar sneru bök­um sam­an og hugsuðu um þjóðar­hag og aðeins þjóðar­hag. ... (ræða Ögmund­ar)

Ég hef styrkst í þess­ari af­stöðu. Við sjá­um það sí­fellt bet­ur á hve ósvíf­inn hátt er sótt að ís­lensk­um al­menn­ingi. Sí­fellt er gefið í skyn að allt verði betra eft­ir því sem við lút­um lægra. Þetta er mik­il villu­hugs­un.

Þótt ís­lensk­ir fjár­mála­menn hafi farið illa að ráði sínu á þjóðin ekki að þurfa að vera á hnján­um. Við eig­um ekki að hræðast hót­an­ir og meg­um aldrei láta stjórn­ast af ótta og óðag­oti, hvað þá að hið gam­al­kveðna, „þetta redd­ast" stýri för. Nú er þörf á raun­sæi og yf­ir­veg­un þar sem hags­mun­ir al­menn­ings eru í fyr­ir­rúmi," skrif­ar Ögmund­ur á vef sinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka