Ökuníðingur lék sama leik fyrir tveimur árum

Bíllinn endaði úti í skurði við Svínadalsafleggjarann eftir eftirför fjölda …
Bíllinn endaði úti í skurði við Svínadalsafleggjarann eftir eftirför fjölda lögreglubíla og mótorhjóla. mbl.is/Júlíus

Karl­maður á þrítugs­aldri, sem olli stór­hættu þegar hann ók stoln­um bíl í gegn­um Reykja­vík og upp í Hval­fjörð með lög­reglu á hæl­un­um á sunnu­dag, hef­ur áður gerst sek­ur um sam­bæri­legt ódæði, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Maður­inn hlaut dóm fyr­ir ofsa­akst­ur og í kjöl­far skýrslu­töku í gær var hann færður á Litla-Hraun til afplán­un­ar refs­ing­ar vegna hans.

Í júní 2007 sinnti maður­inn ekki stöðvun­ar­merkj­um lög­reglu þegar hann ók norður Vest­ur­lands­veg á um 160 km hraða. Hann jók hraðann og ók upp í Hval­fjörð þar sem hann ók á allt að 200 km hraða. Lög­reglu­mönn­um tókst að þvinga bif­reið hans út af veg­in­um skammt frá botni fjarðar­ins, norðan við Brynju­dalsá. Í kjöl­farið neitaði hann að yf­ir­gefa bíl­inn og ógnaði lög­reglu­mönn­um með klauf­hamri.

Maður­inn, sem slasaðist nokkuð á sunnu­dag þegar hann var stöðvaður við Svína­dalsaf­leggj­ara, var út­skrifaður af Land­spít­al­an­um í gær­morg­un. Hann var í skýrslu­töku í gær­dag, allt þar til hann var flutt­ur á Litla-Hraun.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert