Fundað um Icesave

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra sitja nú á fundi með for­mönn­um þeirra nefnda­sem fjallað hafa um Ices­a­ve-sam­komu­lagið á veg­um Alþing­is und­an­farna daga.

Stein­grím­ur sagði fyr­ir fund­inn að hann teldi enn vera meiri­hluta fyr­ir mál­inu á þingi

Hins veg­ar kom fram í frétt­um Útvarps í kvöld að á fund­in­um sé m.a. rætt um hugs­an­lega fyr­ir­vara við sam­komu­lagið þar sem meiri­hluti sé ekki fyr­ir því inn­an stjórn­ar­flokk­anna að veitt verði rík­is­ábyrgð vegna þess án fyr­ir­vara.

Þar voru efa­semd­ir um Ices­a­ve-samn­ing­inn sag­ar hafa auk­ist inn­an þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar auk þess sem mik­il andstaða sé við hann inn­an þing­flokks Vinstri grænna.

Samn­ing­ur­inn er nú til um­fjöll­un­ar í fjár­laga­nefnd og sagði Guðbjart­ur Hann­es­son, formaður nefnd­ar­inn­ar, í kvöld­frétt­um Útvarps­ins, að nefnd­in velti því m.a. fyr­ir sér hvort skýra megi end­ur­skoðun­ar­at­kvæði samn­ings­ins bet­ur. Þá hafi nefnd­in rætt hvernig staðið verði að skipt­ingu eigna úr þrota­bú­um sam­kvæmt hon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert