Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sitja nú á fundi með formönnum þeirra nefndasem fjallað hafa um Icesave-samkomulagið á vegum Alþingis undanfarna daga.
Steingrímur sagði fyrir fundinn að hann teldi enn vera meirihluta fyrir málinu á þingi
Hins vegar kom fram í fréttum Útvarps í kvöld að á fundinum sé m.a. rætt um hugsanlega fyrirvara við samkomulagið þar sem meirihluti sé ekki fyrir því innan stjórnarflokkanna að veitt verði ríkisábyrgð vegna þess án fyrirvara.
Þar voru efasemdir um Icesave-samninginn sagar hafa aukist innan þingflokks Samfylkingarinnar auk þess sem mikil andstaða sé við hann innan þingflokks Vinstri grænna.
Samningurinn er nú til umfjöllunar í fjárlaganefnd og sagði Guðbjartur Hannesson, formaður nefndarinnar, í kvöldfréttum Útvarpsins, að nefndin velti því m.a. fyrir sér hvort skýra megi endurskoðunaratkvæði samningsins betur. Þá hafi nefndin rætt hvernig staðið verði að skiptingu eigna úr þrotabúum samkvæmt honum.