Icesave keyrt út úr efnahags- og skattanefnd

Tryggvi Þór Herbertsson á sæti í efnahags- og skattanefnd. Guðfríður …
Tryggvi Þór Herbertsson á sæti í efnahags- og skattanefnd. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir situr í utanríkismálanefnd, sem einnig fjallar um Icesave-málið. mbl.is/Ómar

Mikið ósætti er á milli meiri­hluta og minni­hluta efna­hags- og skatta­nefnd­ar, sem fundaði um há­deg­is­bilið í dag. Á fund­in­um var samþykkt að taka Ices­a­ve-málið út úr nefnd­inni, en minni­hlut­inn var því mjög and­snú­inn.

Að sögn Tryggva Þórs Her­berts­son­ar, full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins í nefnd­inni, vildi minni­hlut­inn halda mál­inu í meðferð nefnd­ar­inn­ar eins lengi og hægt væri, eða að minnsta kosti þangað til fjár­laga­nefnd sæi ástæðu til þess að af­greiða það frá sér. Sí­fellt séu að koma fram nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu og alls ekki tíma­bært að af­greiða það úr nefnd.

Þá tók Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir sæti í nefnd­inni og skrif­ar und­ir álit meiri­hlut­ans. Hún kom inn sem varamaður Lilju Móses­dótt­ur, sem er í hópi þeirra þing­manna vinstri-grænna sem eru hvað and­snún­ast­ir Ices­a­ve samn­ing­un­um eins og þeir líta út í dag og hef­ur lýst því yfir að hún muni ekki samþykkja rík­is­ábyrgð á þeim í at­kvæðagreiðslu, eins og málið lít­ur út í dag.

Stefn­ir að sögn Tryggva Þórs í að álit­in verði tvö frá efna­hags- og skatta­nefnd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka