LEB andvígt því að grunnlífeyrir falli niður

Landssamband eldri borgara hefur fjallað um endurskoðun tryggingalöggjafarinnar en LEB telur sig ekki geta skilað ítarlegu faglegu áliti um skýrslu endurskoðunarnefndar almannatrygginga á þeim stutta tíma, sem er til stefnu. Fyrstu viðbrögð LEB eru hins vegar þau að sambandið er andvígt því að grunnlífeyrir eða ígildi hans falli niður.

LEB telur, að allir ellilífeyrisþegar eigi rétt á grunnlífeyri seftir að hafa greitt til almannatrygginga með sköttum alla sína starfsævi og sambandið vill ekki að almannatryggingar verði eins og fátækraframfærsla.

„Endurskoðunarnefndin hefur lagt höfuðáherslu á það í vinnu sinni, að tillögur hennar leiddu ekki til aukinna útgjalda. Nefndin segir oftar en einu sinni að vegna krepunnar sé ekki unnt að leggja til aukin útgjöld. LEB telur að markmið endurskoðunar almannatrygginga eigi að vera að að bæta kjör lífeyrisþega en ekki eingöngu hagræðing í kerfinu og tilfærslur innan kerfisins,“ segir m.a. í svari LEB til félags- og tryggingaráðherra, Árna Páls Árnasonar.

Vilja leiðréttingu lífeyris

Í bréf til félags- og tryggingamálaráðherra hefur Landsamband eldri borgara farið þess á leit að hann leiðrétti lífeyri ellilífeyrisþega til samræmis við þá kauphækkun, sem ASÍ og BSRB hefur samið um við viðsemjendur sína frá 1. júlí sl., frá 1.nóvember n.k. og 2010. „Þess er óskað, að leiðrétting á lífeyri ellilífeyrisþega taki gildi frá 1.júlí sl. Það hefur verið viðtekin venja, að lífeyrir aldraðra hækkaði í samræmi við hækkun lágmarkslauna.LEB væntir þess, að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna fylgi þeirri venju og geri ekki verr við eldri borgara en fyrri ríkisstjórnir í því efni,“ segir m.a. í bréfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert