Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum Sjónvarpsins í kvöld að minnisblað, sem trúnaði var aflétt af í dag, sýni að forsvarsmenn breskra, hollenskra og íslenskra innistæðusjóða hafi rætt það árið 2006 hvernig bregðist skyldi við gætu íslensku bankarnir ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna innistæðna í Bretlandi og Hollandi.
Höskuldur sagði að í þessu minnisblaði hafi réttindi Íslendinga verið tekin með í reikninginn og að þar hafi m.a. verið kveðið á um það að kæmi slík staða upp skyldi íslenski innistæðusjóðurinn fara með réttindamál Íslendinga. Ekki sé minnst á neina ríkisábyrgð í því sambandi.