Nefndarfundir vegna Icesave

Guðbjartur Hannesson er formaður fjárlaganefndar.
Guðbjartur Hannesson er formaður fjárlaganefndar.

Enn er þingfundum frestað á Alþingi en til stóð að þingfundur hæfist á þriðjudag. Er nú boðaður þingfundur í fyrramálið en í dag eru fundir í þremur nefndum vegna Icesave-samkomulagsins. Fjárlaganefnd kemur saman klukkan 14:00 og hafa lögmennirnir Ragnar H. Hall hrl, Eiríkur Tómasson lagaprófessor, Steinunn Guðbjartsdóttir hrl. og Ástráður Haraldsson hrl. verið boðuð á fundinn.

Utanríkismálanefnd fundar um Icesave klukkan 10 og efnahags- og skattanefnd klukkan 12:00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert