Stjórnarliðar gegn ríkisábyrgðinni

mbl.is/Ómar

Ekki er þingmeirihluti fyrir því að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave-samningunum, eins og þeir liggja fyrir í dag. Margir þingmenn eru óákveðnir og nokkrir þingmenn VG eru á móti. Lilja Mósesdóttir nefnir að hafna megi henni með tilmælum um að samið skuli upp á nýtt. Þingmenn Samfylkingarinnar eru sagðir mjög áhyggjufullir yfir meintum göllum og veikleikum samningsins sem sífellt sé bent á.

Verhagen hringdi í Össur

Hollenskir fjölmiðlar sögðu í gær að Maxime Verhagen, utanríkisráðherra Hollands, hefði beitt Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þrýstingi varðandi Icesave- málið. Össur sagði í gærkvöldi að þetta hefði aðeins falist í því að Verhagen kvað farsælast að Alþingi afgreiddi málið sem fyrst. Blaðið Trouw hefur eftir Verhagen að í símtali við Össur í gær hafi hann sagt það geta seinkað inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrði samkomulagið ekki samþykkt. „Ég hef aldrei tengt Icesave við ESB, ég tel að þetta séu tveir aðskildir hlutir,“ segir Össur.

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra skrifaði pistil um málið á vefmálgagn sitt, Ögmundur.is, í gærkvöldi þar sem hann segir að ekki eigi að óttast hótanir og spyr hverju sé fórnandi fyrir ESB-aðild. Það sé rangt að halda að „allt verði betra eftir því sem við lútum lægra“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert