Í máli Ragnars H. Hall, hæstaréttarlögmanns á málstofu um nokkur álitaefni á Icesave samkomulagi sem fram á vegum Háskóla Íslands, kom fram að til væri sérstakur uppgjörssamningur um það hvernig fara skuli með uppgjör Breta án þess að hann gæti lýst því nákvæmlega í hverju hann fælist. En þar inni væru kröfur sem hann hefði aldrei órað fyrir því að hægt væri að setja fram. Nefndi hann dæmi um að inni í þeirri ríkisábyrgð sem krafist er af Íslendingum væri lögmannskostnaður upp á um tvo milljarða fyrir Breta. Hvatti Ragnar til þess að þrýst yrði á um að gera þessa samninga opinbera. Í erindi Ragnar sem bar yfirskriftina "Ætlar íslenska ríkið að lögfesta víðtækari ábyrgð en því ber?" segir hann það ekki fá staðist að innlánseigendur geti fengið greidda hærri upphæð en svarar til endanlegrar úthlutunar úr búi Landsbankans. Sagði Ragnar að færi málið eins og í stefndi væri endanlega lokað fyrir að hægt væri að fara með málið fyrir dómstóla eins og hefði verið í umræðunni.
Dr. M. Elvira Mendéz Pinedo tók fyrir Evrópuréttarleg álitaefni um ábyrgð íslenska ríkisins. Sagði hún að reglurnar um ríkisábyrgð væru á gráu svæði. Reglurnar hefðu hvorki verið gerðar fyrir lítil ríki né fyrir lönd með fáa banka.
<!--[if !supportEmptyParas]-->
Hún fór stuttlega yfir þau skilyrði sem liggja til grundvallar því að hægt sé að tala um bankahrun. Allir hafi vitað að tilskipunin myndi ekki vernda heilt land og í dag gætu t.d. aðeins 13 af 27 löndum innan ESB staðið við innistæðutryggingar ef til bankahruns kæmi.
<!--[if !supportEmptyParas]-->
Vandamálið snúi að túlkun á ESB og EES lögum. EES lög séu byggð á lögum ESB, þá þurfi að skilgreina hvar lagaskil séu á milli ESB og EES laga annars vegar og alþjóðlegra laga hins vegar. Þetta sé í raun stærsti áreksturinn sem hafi komið upp við EES lögin. Aðeins sé ein klásúla í samningum þeirra á milli sem segi að komi upp ágreiningur milli ESB og EES “megi” vísa málinu til Evrópudómstólsins.
<!--[if !supportEmptyParas]-->
Þegar slíkur ágreiningur sé til staðar eins og núna um ríkisábyrgð, þá sé ekki nóg að horfa aðeins á tilskipunina heldur verði að horfa á málið í víðu samhengi.
<!--[if !supportEmptyParas]-->
Elvira sagðist sammála um leysa þurfi deiluna og að það þurfi að borga lágmarkið. Sagðist Elvira hafa áhyggjur af því að það yrði ekki til innri markaður ef þessi deila leysist ekki milli Íslendinga, Holllendinga og Breta því þá komi allir til með að hata ESB.
<!--[if !supportEmptyParas]--><!--[endif]--> Það væri brot á jafnræði að veita slíkan forgang segir Dyrberg, gagnvart öðrum innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi. Væri slíkt gert þyrfti að horfa til Evrópuréttar og þar þyrfti Ísland að geta fært haldgóð fyrir því að tryggja innlendum innstæðueigendum forgang.
<!--[if !supportEmptyParas]--><!--[endif]--> Það sé hvergi minnst á hvað sé átt við í tilskipun ESB um innstæðutryggingar hvað sé átt við með kerfishruni bankanna. Hvergi sé minnst á hversu stórt hrunið þyrfti að vera. Megintilgangur tilskipunarinnar sé að fólk geti treyst því að það fái greiddar innistæður sínar ef það verði bankahrun. Því sé ekki rétt að nýta þessi rök sem grundvöll fyrir því að ekki eigi að borga.
Dyrberg sagði að ákvæðu Íslendingar að láta reyna á málið fyrir dómstólum, hlyti það að þýða að þeir hefðu séð eitthvað sem öllum hinum 27 þjóðum ESB hefði yfirsést.