Beiðni um að Reykjalundur-plastiðnaður verði tekinn til gjaldþrotaskipta verður lögð fyrir héraðsdóm á morgun. Landsbankinn hefur þegar tekið yfir rekstur fyrirtækisins, en starfsemi þess er enn haldið áfram. Stjórnarformaður þess, Gísli Ólafsson, segist búast við því að sala fyrirtækisins fylgi í kjölfarið. Vonast hann til þess að það verði selt í einu lagi, en það sé undir Landsbankanum komið.
Gísli hefur, eins og greint hefur verið frá áður, kært til lögreglu meintan fjárdrátt og skjalafals fyrrverandi stjórnenda fyrirtækisins.