Hættir að lána Íslendingum

Norræni fjárfestingabankinn er hættur að lána íslenskum fyrirtækjum. Bankinn telur of mikla áhættu felast í því að lána þeim. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Haft var eftir stjórnarmanni í sjóðnum að lausn Icesave deilunnar gæti breytt afstöðu sjóðsins.

Bankinn tapaði 280 milljónum evra á síðasta ári eða rúmlega 50 milljörðum króna. Helmingur tapsins eða um 145 milljónir evra, er rakinn til viðskipta við Ísland.

Sigurður Þórðarson, stjórnarmaður hjá bankanum, segir að ef Ísland samþykki Icesave-samninginn gæti það breyst afstöðu sjóðsins. Þetta sé ekki spurning um trúverðugleika fyrirtækja, heldur landsins alls.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert