Hættir að lána Íslendingum

Nor­ræni fjár­fest­inga­bank­inn er hætt­ur að lána ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um. Bank­inn tel­ur of mikla áhættu fel­ast í því að lána þeim. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Rík­is­út­varps­ins. Haft var eft­ir stjórn­ar­manni í sjóðnum að lausn Ices­a­ve deil­unn­ar gæti breytt af­stöðu sjóðsins.

Bank­inn tapaði 280 millj­ón­um evra á síðasta ári eða rúm­lega 50 millj­örðum króna. Helm­ing­ur taps­ins eða um 145 millj­ón­ir evra, er rak­inn til viðskipta við Ísland.

Sig­urður Þórðar­son, stjórn­ar­maður hjá bank­an­um, seg­ir að ef Ísland samþykki Ices­a­ve-samn­ing­inn gæti það breyst af­stöðu sjóðsins. Þetta sé ekki spurn­ing um trú­verðug­leika fyr­ir­tækja, held­ur lands­ins alls.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert