Samkomulag hefur náðst milli allra flokka á Alþingi um að hlé verði gert á þingfundum fram yfir verslunarmannahelgi. Þetta er gert til að gefa þingnefndum svigrúm til að ræða frekar um ríkisábyrgð á Icesave-samninga við Breta og Hollendinga.
Sjónvarpið greindi frá.
Tíminn verður ennfremur notaður til að ná samkomulagi milli þingflokka um Icesave en beðið er eftir áliti hagfræðistofnunar um málið.
Þing var sett föstudaginn 15. maí að loknum kosningum sem fram fóru 25. apríl. Þingið átti að sitja fram yfir þjóðhátíð en hefur nú setið rúmum mánuði lengur en áformað var. Nú hefur hins vegar náðst samkomulag um að gera hlé á þingfundum í kvöld og er við það miðað að þingfundir hefjist að nýju fyrstu vikuna í ágúst.