Icesave sett á ís?

Frá fundi fjárlaganefndar í gær.
Frá fundi fjárlaganefndar í gær. mbl.is/Eggert

Annaðhvort verður afgreiðslu Icesave-málsins frestað fram á haust eða það fellur í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Þetta eru þeir tveir kostir sem eru í stöðunni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, sem herma að allt að fimm þingmenn VG séu tilbúnir að fella málið ef ekki nást fram á því veigamiklar breytingar.

Þeirra á meðal er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. „Ég samþykki ekki Icesave í núverandi mynd. Ég hef lesið öll gögn og allt sem ég hef komist yfir varðandi málið og mun ekki styðja það í núverandi mynd,“ segir hún. „Ég hefði talið best að fresta málinu til að freista þess að leita sem bestrar niðurstöðu fyrir Ísland og breiðrar samstöðu um málalyktir.“

Þá vék Lilja Mósesdóttir sæti í efnahags- og skattanefnd í gær, þar sem hún vildi ekki skrifa undir álit meirihluta nefndarinnar um Icesave, heldur vera óbundin í atkvæðagreiðslunni í þingsal. Bjarkey Gunnarsdóttir tók hennar sæti þess í stað og skrifaði undir álitið.

Þingmaður VG segir að ráðherrum og nefndarformönnum hafi verið tjáð trekk í trekk að annaðhvort verði gefinn meiri tími eða málið verði einfaldlega fellt í atkvæðagreiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert