Kaninn aftur í loftið

Brátt verður hægt að hlusta á Kanann í útvörpum landsmanna.
Brátt verður hægt að hlusta á Kanann í útvörpum landsmanna. Mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Útvarpsstöðin Kaninn fer í loftið þann 1. september. Aðsetur stöðvarinnar verður á Keflavíkurvelli, rétt eins og hjá forvera hennar sáluga. Athafnamaðurinn Einar Bárðarson stendur að baki útvarpsstöðinni.

Nýi Kaninn verður í anda gamla Kanans nema hvað að þessu sinni verða raddir stöðvarinnar að sjálfsögðu íslenskar. Einar Bárðarson mun ræsa Kanann á ný og hefur hann fengið til liðs við sig fjölda þekktra útvarpsmanna og kvenna. Dagskrá Kanans verður útvarpað um tveggja kílówatta sendi og verður útvarpsstúdíóið í Officera Klúbbnum í Ásbrú.

„Þetta er útvarp fyrir allt Suðvesturhornið, til að byrja með. Við höfum fengið til liðs við okkur alveg svakalega gott fólk og reynt úr þessum bransa. Bæði til að vera í loftinu en einnig ráðgjafa varðandi áferð og tónlist. Svo held ég að þjóðina þyrsti í eitthvað nýtt, smá tilbreytingu. Þessi stöð verður auðvitað ný þó hún sé reist á gömlum og kunnuglegum merg," sagði Einar

Tíðni Kanans verður kynnt eftir Verslunarmannahelgina sem og dagkrárgerðarfólkið sem mun stýra stöðinni. Hyggst Kaninn höfða til fólks á aldrinum 18 til 40 ára. Tilraunaútsendingar hefjast uppúr miðjum ágúst.

Heimasíða Kanans er kaninn.is en þar er hægt að heyra brot af komandi dagskrá. Þá er Kaninn líka á Facebook.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert