Listaháskólinn líklega við Laugaveg og Frakkastíg

Hjálmar H. Ragnars
Hjálmar H. Ragnars mbl.is/Kristinn

Allt frá því að hrunið varð í haust hafa málefni húsbyggingar Listaháskóla Íslands verið í biðstöðu, en nú virðist vera að rofa til í málum skólans.

„Fyrirtækið sem á núna lóðirnar við Laugaveg og Frakkastíg, Vatn og land, vill halda áfram samvinnunni sem lagt var af stað með, og byggja Listaháskólann þar,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, en lífeyrissjóðirnir hafa sýnt áhuga á að koma að fjármögnun.

Listaháskólinn samdi við menntamálaráðuneytið á sínum tíma um árleg framlög til hússins, og segir Hjálmar það næstu skref að fá það staðfest að samningurinn við ríkið haldi, þar sem nú sé nýtt fólk við völd. Þá eigi eftir að afgreiða málið frá skipulagsráði Reykjavíkur.

Listaháskólinn gerði á sínum tíma samning við Samson Properties um skipti á lóðum, SP fengi lóð sem skólinn hafði vilyrði fyrir í Vatnsmýrinni, en Listaháskólinn lóðirnar á horni Laugavegar og Frakkastígs. SP hugðist byggja húsið, eiga og leigja Listaháskólanum, en samningurinn við ríkið átti að duga fyrir húsaleigunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka