Listaháskólinn líklega við Laugaveg og Frakkastíg

Hjálmar H. Ragnars
Hjálmar H. Ragnars mbl.is/Kristinn

Allt frá því að hrunið varð í haust hafa mál­efni hús­bygg­ing­ar Lista­há­skóla Íslands verið í biðstöðu, en nú virðist vera að rofa til í mál­um skól­ans.

„Fyr­ir­tækið sem á núna lóðirn­ar við Lauga­veg og Frakka­stíg, Vatn og land, vill halda áfram sam­vinn­unni sem lagt var af stað með, og byggja Lista­há­skól­ann þar,“ seg­ir Hjálm­ar H. Ragn­ars­son, rektor Lista­há­skól­ans, en líf­eyr­is­sjóðirn­ir hafa sýnt áhuga á að koma að fjár­mögn­un.

Lista­há­skól­inn samdi við mennta­málaráðuneytið á sín­um tíma um ár­leg fram­lög til húss­ins, og seg­ir Hjálm­ar það næstu skref að fá það staðfest að samn­ing­ur­inn við ríkið haldi, þar sem nú sé nýtt fólk við völd. Þá eigi eft­ir að af­greiða málið frá skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur.

Lista­há­skól­inn gerði á sín­um tíma samn­ing við Sam­son Properties um skipti á lóðum, SP fengi lóð sem skól­inn hafði vil­yrði fyr­ir í Vatns­mýr­inni, en Lista­há­skól­inn lóðirn­ar á horni Lauga­veg­ar og Frakka­stígs. SP hugðist byggja húsið, eiga og leigja Lista­há­skól­an­um, en samn­ing­ur­inn við ríkið átti að duga fyr­ir húsa­leig­unni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert