Mótmæli gegn Icesave á Austurvelli

Kannski verður þessi kona stödd með skilti sitt á Austurvelli …
Kannski verður þessi kona stödd með skilti sitt á Austurvelli á morgun. Börn Íslands á Facebook

Hóp­ur á Face­book stend­ur fyr­ir mót­mæl­um gegn Ices­a­ves­amn­ingn­um á Aust­ur­velli og fyr­ir fram­an skrif­stof­ur sýslu­manna á morg­un, föstu­dag. Byrja mót­mæl­in klukk­an tvö og eiga að standa til sjö.

Hóp­ur sem kall­ar sig Börn Íslands stend­ur fyr­ir mót­mæl­um gegn Ices­a­ves­amn­ingn­um á Aust­ur­velli og fyr­ir fram­an skrif­stof­ur sýslu­manna um land allt á morg­un föstu­dag, und­ir slag­orðinu: Ekki samþykkja Ices­a­ve samn­ing­ana í nú­ver­andi mynd.

Á síðunni sem hóp­ur­inn hef­ur stofnað á  fés­bók­inni seg­ir að mót­mæl­end­ur vilji hvetja Alþingi til þess að samþykkja ekki rík­is­ábyrgð miðað við nú­ver­andi Ices­a­ve samn­inga. Þar stend­ur: „Við erum ekki til­bú­in til að leggja framtíð barna Íslands að veði. Mæt­um því á Aust­ur­völl og fyr­ir fram­an skrif­stof­ur sýslu­manna um land allt til að sýna okk­ar vilja."

Fimm­tíu og þrír hafa til­kynnt sig í mót­mæl­in og eru 48 í viðbót enn óákveðnir.

Hér má sjá síðu hóps­ins á fés­bók­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert