Slökkvistarfi er nú lokið í Esjuhlíðum. Að sögn slökkviliðs gekk vel að ráða niðurlögum eldsins sem breiddist út á um 200 fermetra svæði. Tveir menn voru við slökkvistarf.
Eldarnir loguðu nokkuð ofarlega í fjallinu og að sögn slökkviliðs getur slökkvistarf verið erfitt við slíkar aðstæður. Allt gekk þó vel. Ekki er vitað um upptök eldsins að svo stöddu.