Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, frestaði þingfundi í kjölfar þess að fjórir þingmenn komu upp í ræðustól undir liðnum fundarstjórn forseta. Forseti taldi þingmenn ekki ræða undir réttum lið enda væru þeir ekki að fjalla um fundarstjórn forseta. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fór fram á að forseti héldi fund með þingflokksformönnum um málið og var fundi í kjölfarið frestað.