Tökum okkur þann tíma sem til þarf

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Kristinn Ingvarsson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði í fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag að hún telji að þing­menn eigi að fá allt það svig­rúm sem þeir þurfa til að af­greiða frum­varp um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-samn­ing­anna. Hún sagði rík­is­stjórn­ina ekki hafa sett fram nein fyr­ir­heit um tíma­setn­ing­ar vegna samþykkt­ar samn­ings­ins.

End­ur­skoðuð áætl­un Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins verður tek­in fyr­ir 3. ág­úst nk. Jó­hanna sagði það betra ef búið væri að samþykkja frum­varpið fyr­ir þann tíma, en ef ekki „verði að hafa það“. Ef þing­menn þurfa meiri tíma þá munu þeir fá hann. Þá komi í ljós hvað áhrif það hef­ur

Jó­hanna tók fram að hún telji það ekki kost að fella Ices­a­ve-frum­varpið, en það sé þing­manna að af­greiða málið. Hún seg­ir einng sjálfsagt að Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands verði falið að skila áliti um samn­ing­inn, líkt og Seðlabanki Íslands hef­ur áður gert.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert