Tökum okkur þann tíma sem til þarf

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Kristinn Ingvarsson

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að hún telji að þingmenn eigi að fá allt það svigrúm sem þeir þurfa til að afgreiða frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna. Hún sagði ríkisstjórnina ekki hafa sett fram nein fyrirheit um tímasetningar vegna samþykktar samningsins.

Endurskoðuð áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður tekin fyrir 3. ágúst nk. Jóhanna sagði það betra ef búið væri að samþykkja frumvarpið fyrir þann tíma, en ef ekki „verði að hafa það“. Ef þingmenn þurfa meiri tíma þá munu þeir fá hann. Þá komi í ljós hvað áhrif það hefur

Jóhanna tók fram að hún telji það ekki kost að fella Icesave-frumvarpið, en það sé þingmanna að afgreiða málið. Hún segir einng sjálfsagt að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands verði falið að skila áliti um samninginn, líkt og Seðlabanki Íslands hefur áður gert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert