150% fjölgun farþega strætó á Akureyri

Sigurður Gíslason bílstjóri leggur af stað frá Ráðhústorgi á Akureyri.
Sigurður Gíslason bílstjóri leggur af stað frá Ráðhústorgi á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Farþegum hjá Strætisvögnum Akureyrar hefur fjölgað um 150% frá því ákveðið var að hafa ókeypis í vagnana árið 2007. Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, segir viðhorfið til strætó hafa breyst mikið á þessum tveimur árum.

„Það var ákveðið að fara þessa leið til að fá fólk til að nota vagnana og hefur aldeilis gefist vel. Fleiri og fleiri hafa áttað sig á þægindunum, fyrir nú utan sparnaðinn. Fjöldamargir skilja bílinn eftir heima og taka strætó í vinnuna. Núna þurfa krakkar ekki að eiga klink í vasanum heldur stökkva upp í strætó á æfingar og í skólann. Það er nánast liðin tíð að skutla börnum út um allar trissur.“

Enginn með leið sex!

Strætisvagnaleiðir á Akureyri eru sex en þrátt fyrir það er engin leið sem heitir og segir sex. Stefán hlær við þegar hann er spurður hverju þetta sæti. „Þetta er nú mér að kenna. Ég veitti því eftirtekt þegar ég var með konunni minni að versla í Bandaríkjunum að fólk kipptist við og starði hissa og jafnvel hneykslað þegar töluna sex bar á góma okkar á milli. Þannig er að á endastöð kallar vagnstjóri leiðanúmer, og leið sex gæti hljómað sérkennilega í eyrum útlendinga. Ég hugsaði með mér að það væri nóg til af tölustöfum og óþarfi að vekja spurningar og jafnvel hneykslan að óþörfu. Þannig er það tilkomið að enginn strætó númer sex keyrir um götur Akureyrar, bara númer eitt, tvö, þrjú, fjögur, fimm og sjö.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert