150% fjölgun farþega strætó á Akureyri

Sigurður Gíslason bílstjóri leggur af stað frá Ráðhústorgi á Akureyri.
Sigurður Gíslason bílstjóri leggur af stað frá Ráðhústorgi á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Farþegum hjá Stræt­is­vögn­um Ak­ur­eyr­ar hef­ur fjölgað um 150% frá því ákveðið var að hafa ókeyp­is í vagn­ana árið 2007. Stefán Bald­urs­son, for­stöðumaður Stræt­is­vagna Ak­ur­eyr­ar, seg­ir viðhorfið til strætó hafa breyst mikið á þess­um tveim­ur árum.

„Það var ákveðið að fara þessa leið til að fá fólk til að nota vagn­ana og hef­ur al­deil­is gef­ist vel. Fleiri og fleiri hafa áttað sig á þæg­ind­un­um, fyr­ir nú utan sparnaðinn. Fjölda­marg­ir skilja bíl­inn eft­ir heima og taka strætó í vinn­una. Núna þurfa krakk­ar ekki að eiga klink í vas­an­um held­ur stökkva upp í strætó á æf­ing­ar og í skól­ann. Það er nán­ast liðin tíð að skutla börn­um út um all­ar triss­ur.“

Eng­inn með leið sex!

Stræt­is­vagna­leiðir á Ak­ur­eyri eru sex en þrátt fyr­ir það er eng­in leið sem heit­ir og seg­ir sex. Stefán hlær við þegar hann er spurður hverju þetta sæti. „Þetta er nú mér að kenna. Ég veitti því eft­ir­tekt þegar ég var með kon­unni minni að versla í Banda­ríkj­un­um að fólk kippt­ist við og starði hissa og jafn­vel hneykslað þegar töl­una sex bar á góma okk­ar á milli. Þannig er að á enda­stöð kall­ar vagn­stjóri leiðanúm­er, og leið sex gæti hljómað sér­kenni­lega í eyr­um út­lend­inga. Ég hugsaði með mér að það væri nóg til af tölu­stöf­um og óþarfi að vekja spurn­ing­ar og jafn­vel hneyksl­an að óþörfu. Þannig er það til­komið að eng­inn strætó núm­er sex keyr­ir um göt­ur Ak­ur­eyr­ar, bara núm­er eitt, tvö, þrjú, fjög­ur, fimm og sjö.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert