Endurmeta úrræði fyrir skuldsett heimili

Stöðugleikasáttmálinn undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní sl. Að sáttmálanum standa …
Stöðugleikasáttmálinn undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní sl. Að sáttmálanum standa Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Samtök atvinnulífsins, ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árni Páll Árna­son, fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra kynnti í rík­is­stjórn í vik­unni að sett yrði á fót nefnd til að end­ur­skoða lög­gjöf sem lýt­ur að úrræðum fyr­ir heim­ili og ein­stak­linga í greiðslu­erfiðleik­um. Nefnd­inni er enn­frem­ur ætlað að leggja fram til­lög­ur um leiðir til að styrkja stöðu lán­tak­enda á fjár­mála­markaði.

Nefnd­in mun starfa í ná­inni sam­vinnu við aðila vinnu­markaðar­ins, enda varða verk­efni henn­ar stöðug­leika­sátt­mála þeirra og stjórn­valda sem und­ir­ritaður var 25. júní sl. Gert er ráð fyr­ir að vinnu henn­ar verði hleypt af stokk­un­um með sam­eig­in­leg­um fundi með aðilum vinnu­markaðar­ins á næstu dög­um.

Nefnd­in er stofnuð að frum­kvæði ráðherra­nefnd­ar fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra, dóms- og kirkju­málaráðherra og viðskiptaráðherra sem hef­ur að und­an­förnu starfað að út­tekt og end­ur­mati á aðgerðum stjórn­valda til hjálp­ar skuld­sett­um heim­il­um í sam­ræmi við 100 daga áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar og verður skipuð full­trú­um ráðherr­anna þriggja.

Helstu verk­efni nefnd­ar­inn­ar eru þessi:

  • Að meta hvernig úrræði um al­menna greiðsluaðlög­un og tíma­bundna greiðsluaðlög­un fast­eigna­veðkrafna hafa nýst og kanna hvort breyta þurfi þeim skil­yrðum sem um þessi úrræði gilda. Við þetta end­ur­mat mun nefnd­in einnig kanna hvort ákv­arðanir og úr­vinnsla vegna greiðsluaðlög­un­ar eigi bet­ur heima inn­an stjórn­sýsl­unn­ar en sem verk­efni inn­an fulln­ustu­réttar­fars.
  • Að end­ur­meta þá reglu um að inn­borg­an­ir á kröf­ur gangi fyrst til greiðslu kostnaðar og vaxta og fleiri atriði sem telj­ast sér­stak­lega íþyngj­andi fyr­ir skuld­ara og draga úr hvata þeirra til að standa í skil­um.
  • Að leita leiða til að koma bönd­um á há­mark inn­heimtu­kostnaðar lög­manna, t.d. með breytt­um aðferðum við út­reikn­inga inn­heimtuþókn­un­ar og setn­ingu há­marksþókn­un­ar sem teng­ist fjár­hæð kröf­unn­ar.

Gert er ráð fyr­ir að nefnd­in skili ráðherra­nefnd­inni til­lög­um sín­um áður en Alþingi kem­ur sam­an í haust.

Aukið svig­rúm lán­veit­enda til að mæta ein­stak­ling­um í mikl­um greiðslu­vanda
Í júní sl. setti fjár­málaráðherra reglu­gerð um heim­ild lán­veit­enda til að fella niður skuld­ir ein­stak­linga án þess að eft­ir­gjöf­in telj­ist til tekna og reikn­ist til skatts. Með þessu sköpuðust ný tæki­færi fyr­ir lána­stofn­an­ir til að koma til móts við ein­stak­linga í mikl­um greiðslu­erfiðleik­um án þess að grípa þurfi til form­legr­ar greiðsluaðlög­un­ar fyr­ir dóm­stól­um. Það er mat ráðherra­nefnd­ar­inn­ar að fjár­mála­fyr­ir­tæki muni nýta sér þetta svig­rúm í vax­andi mæli á næst­unni og því sé ekki ástæða til að koma á fót nýj­um al­menn­um úrræðum vegna hús­næðis­skulda al­menn­ings að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert