Ísland skipi sér á ný í fremstu röð

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fer fyrir stýrihópi sem leggja …
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fer fyrir stýrihópi sem leggja á grunn að nýrri sóknaráætlun fyrir Ísland.

Rík­is­stjórn­in hef­ur samþykkt að unnið verði áfram að ver­káætl­un um hvernig best verði lagður grunn­ur að nýrri sókn í ís­lensku at­vinnu­lífi og sam­fé­lagi. Verk­efnið er liður í efna­hags­legri end­ur­reisn þjóðar­inn­ar og hef­ur að mark­miði að Ísland skipi sér á ný í fremstu röð í verðmæta­sköp­un, mennt­un, vel­ferð og sönn­um líf­gæðum. Áætl­un­in hef­ur fengið nafnið „20/​20 - Sókn­aráætl­un fyr­ir Ísland.“

Dag­ur B. Eggerts­son er formaður stýri­hóps verk­efn­is­ins en aðrir í hópn­um eru Katrín Jak­obs­dótt­ir mennta­málaráðherra, Karl Björns­son fram­kvæmda­stjóri Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi á Ak­ur­eyri, og Svafa Grön­feldt, rektor HR.

Gert er ráð fyr­ir að fleiri ráðherr­ar komi að verk­efn­inu og taki þátt í störf­um hóps­ins þegar fram líða stund­ir. Rík­is­stjórn­in mun á þessu ári verja 10 millj­ón­um króna af sam­eig­in­legu ráðstöf­un­ar­fé sínu til verk­efn­is­ins.

Draga fram styrk­leika og sókn­ar­færi 

Verk­efnið sem unnið verður í víðtæku sam­ráði á næstu mánuðum, felst í því að draga fram styrk­leika og sókn­ar­færi þjóðar­inn­ar og gera til­lög­ur og áætlan­ir á grunni þeirra. Lögð verður áhersla á að ná breiðri sam­stöðu um sam­eig­in­lega framtíðar­sýn og lyk­i­lákv­arðanir í end­ur­reisn­ar­starf­inu.

Mark­miðið er að for­gangsraða fjár­mun­um, nýta auðlind­ir og virkja mannauð þjóðar­inn­ar til að vinna gegn fólks­flótta og leggja grunn að al­mennri vel­sæld. Auk þess að leggja grunn að nýrri at­vinnu­stefnu verður við und­ir­bún­ing sókn­aráætl­un­ar sér­stak­lega kallað eft­ir hug­mynd­um um end­ur­skipu­lagn­ingu í op­in­berri þjón­ustu, stjórn­kerfi og stjórn­sýslu. Þá verður gerð til­laga að nýrri skipt­ingu lands­ins í svæði til að skapa viðspyrnu í end­ur­reisn­ar­starf­inu og stuðla að sterku sam­fé­lagi og væn­leg­um lífs­gæðum til framtíðar.

Unnið verður að því að samþætta og aðlaga fjöl­marg­ar áætlan­ir rík­is­ins að breytt­um áhersl­um, þ.m.t. í sam­göngu­mál­um, fjar­skipta­mál­um, mennta­mál­um, menn­ing­ar­mál­um, ný­sköp­un, nýt­ingu orku­linda, um­hverf­is­mál­um, land­skipu­lags­mál­um, ferðamál­um og byggðamál­um auk áætl­ana um efl­ingu sveit­ar­stjórn­arstigs­ins.

Auka þarf sam­keppn­is­hæfni lands­ins

Skipaðir verða sam­ráðshóp­ar í öll­um lands­hlut­um og unn­ar samþætt­ar áætlan­ir fyr­ir hvert svæði um sig sem hafa sam­eig­in­lega skír­skot­un til efl­ing­ar at­vinnu, mennt­un­ar og op­in­berr­ar þjón­ustu inn­an svæðis­ins. Þannig get­ur orðið til ný skipt­ing lands­ins í svæði sem hvert um sig stefn­ir að sam­eig­in­leg­um mark­miðum til sam­fé­lags­legr­ar upp­bygg­ing­ar.

Stýri­hóp­ur­inn hef­ur unnið drög að verk­efnisáætl­un sem skipt­ist í nokkra meg­inþætti og fela m.a. í sér víðtækt sam­ráð um mót­un val­kosta fyr­ir framtíðina og þau gildi sem liggja eiga til grund­vall­ar framtíðar­sýn ís­lensku þjóðar­inn­ar. Þá verður sér­stak­lega hugað að lyk­ilþátt­um sem aukið geta sam­keppn­is­hæfni lands­ins.

Gert er ráð fyr­ir verk­efnið hefj­ist form­lega á haust­dög­um og ljúki haustið 2010 þegar fyr­ir liggi framtíðar­sýn og sókn­aráætl­un sem nái til árs­ins 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert