Ódýrast að leigja hjá Keili

Frá Keili.
Frá Keili. Kristinn Ingvarsson

Nokkur munur er á verðlagi á íbúðum sem stúdentum stendur til boða að leigja. Til að mynda leigir Keilir út stúdíóíbúðir á gamla vallarsvæðinu fyrir 35.566 krónur á mánuði en til samanburðar kostar 58.641 krónur að leigja eina slíka íbúð á Stúdentagörðum. Á Bifröst kostar stúdíóíbúðin 47.226 krónur og hjá Bandalagi íslenskra námsmanna 65.656 krónur.

Meðalverð fyrir stúdíóíbúð á höfuðborgarsvæðinu er 42.875 krónur. Þetta kemur fram í könnun sem Keilir lét gera um leiguverð á íbúðum fyrir námsmenn. 

Þróunin er mjög svipuð eftir því sem íbúðirnar verða stærri. Fjögurra herbergja íbúð hjá Keili kostar 69.910 en 100.568 krónur á Stúdentagörðum. Á Bifröst kostar hún 77.426 krónur og meðalverðið á höfuðborgarsvæðinu er um 108.750 krónur. 

Í könnunni er borið saman leiguverð hjá Keili, Háskólanum á Bifröst, Stúdentagörðum, Bandalagi íslenskra námsmanna og loks er meðalverð á höfuðborgarsvæðinu einnig látið fylgja með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert