Hagfræðistofnun rýnir í gögn vegna Icesave

Frá fundi fjárlaganefndar Alþingis. Mynd úr safni.
Frá fundi fjárlaganefndar Alþingis. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Fjárlaganefnd Alþingis hefur gert samkomulag við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og óskað eftir því að stofnunin rýni skriflega gögn fjármálaráðuneytis og Seðlabanka Íslands, sem notuð voru til að gera úttekt á málum sem tengjast heimild fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast Icesave lánin.Verkinu skal lokið 2. ágúst.

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að fulltrúar alla flokka í nefndinni hafi fundað ásamt forstöðumanni Hagfræðistofnunar HÍ í gær. Farið var yfir það með hvaða hætti stofnunin myndi vinna verkið og málið í framhaldinu afgreitt.

„Þetta er ósk minnihlutans og við urðum við henni. Töldum það vera mikilvægt fyrir málið að ná sátt. Það er auðvitað forsendan,“ segir Guðbjartur.

Samkvæmt samkomulaginu mun Hagfræðistofnun skila skriflegri greinargerð þar sem litið verður á eftirtalda þætti í greinargerðum fjármálaráðuneytis og Seðlabanka:

1. Endurheimtuhlutfallið – næmnisgreining

2. Hagvaxtarspáin –forsendur/trúverðugleiki – næmnisgreining – samanburður við útlönd, Tengsl Icesave greiðslna og hagvaxtar

3. Vaxtastigið – forsendur

4. Athugun á forsendum um skuldastöðu hins opinbera –lánshæfiseinkunnir

5. Gengisforsendur
a. Gengisþróun - forsendur
b. Áhrif á viðskiptajöfnuð - forsendur

6. Áhrif forsendna um stóriðjuframkvæmdir

7. Forsendur um skatttekjur ríksins og fjármál hins opinbera

8. Samantekt og niðurstöður

Að auki verða ráðleggingar í skýrslum IMF og OECD hafðar til hliðsjónar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert