Hagfræðistofnun rýnir í gögn vegna Icesave

Frá fundi fjárlaganefndar Alþingis. Mynd úr safni.
Frá fundi fjárlaganefndar Alþingis. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Fjárlaganefnd Alþingis hefur gert samkomulag við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og óskað eftir því að stofnunin rýni skriflega gögn fjármálaráðuneytis og Seðlabanka Íslands, sem notuð voru til að gera úttekt á málum sem tengjast heimild fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast Icesave lánin.Verkinu skal lokið 2. ágúst.

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að fulltrúar alla flokka í nefndinni hafi fundað ásamt forstöðumanni Hagfræðistofnunar HÍ í gær. Farið var yfir það með hvaða hætti stofnunin myndi vinna verkið og málið í framhaldinu afgreitt.

Samkvæmt samkomulaginu mun Hagfræðistofnun skila skriflegri greinargerð þar sem litið verður á eftirtalda þætti í greinargerðum fjármálaráðuneytis og Seðlabanka:

1. Endurheimtuhlutfallið – næmnisgreining

2. Hagvaxtarspáin –forsendur/trúverðugleiki – næmnisgreining – samanburður við útlönd, Tengsl Icesave greiðslna og hagvaxtar

3. Vaxtastigið – forsendur

4. Athugun á forsendum um skuldastöðu hins opinbera –lánshæfiseinkunnir

5. Gengisforsendur
a. Gengisþróun - forsendur
b. Áhrif á viðskiptajöfnuð - forsendur

6. Áhrif forsendna um stóriðjuframkvæmdir

7. Forsendur um skatttekjur ríksins og fjármál hins opinbera

8. Samantekt og niðurstöður

Að auki verða ráðleggingar í skýrslum IMF og OECD hafðar til hliðsjónar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert