Þingfundi er lokið í dag og lauk með lögfestingu nokkurra mála, m.a. frumvarps um sérstakan saksóknara og eflingu embættisins.
Þá var frumvarp um fjölgun gjalddaga útvarpsgjalds úr einum í þrjá hjá einstaklingum samþykkt en markmiðið með breytingunni er að skapa fjárhagslegt hagræði fyrir einstaklinga með dreifingu á greiðslu útvarpsgjaldsins.
Nefndafundir verða haldnir alla næstu viku. Fjárlaganefnd og efnahags og skattanefnd halda áfram umfjöllun um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulags við Breta og Hollendinga.
Þing kemur saman að nýju þriðjudaginn 4. ágúst. Rólegt var yfir þinginu í dag og greinilegt að þingmenn voru helgarfríinu fegnir.