Þjónustuíbúðir verði auðmannafangelsi

Nýbygging Hvamms á Húsavík
Nýbygging Hvamms á Húsavík Mynd skarpur.is

Húsvíkingar ræða nú bæði í gamni og alvöru þá hugmynd að Þjónustuíbúðir fyrir aldraða, sem nú eru í byggingu, verði nýttar sem auðmannafangelsi.

Á þingeyska fréttamiðlinum skarpur.is er greint frá því að ráðist hafi verið í byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða á Húsavík, skömmu áður en kreppan skall á.

Það er dvalarheimilið Hvammur sem stendur að byggingunni. Ekkert hefur hins vegar selst af íbúðunum og óvíst hvað gert verður við húsið.

Bæjarbúar hafa velt örlögum hússins fyrir sér að undanförnu og ritstjóri Skarps kastar á síðum blaðsins, fram þeirri hugmynd sem rædd er, að Þess verði farið á leit við dómsmálayfirvöld að íbúðirnar verði nýttar sem auðmannafangelsi.

Þingeyski fréttamiðillinn skarpur.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka